• Titre de la diapositive

    Écrivez votre légende ici
    Bouton

Sýn okkar er að skapa heim þar sem einstaklingar eru sáttir, þar sem fagfólk skarar fram úr vegna hæfileika sinna og þar sem fyrirtæki ná virkilegum árangri á sínu sviði.

Metnaður Positive Performances liggur í því að umbreyta sambandi vellíðunar einstaklings og samfélags með því að samþætta jákvæða leiðtogafræði, velfarnað, árangur og eflingu geðheilbrigðis. 

Markmið Positive Performances er að bjóða upp á nýstárlega aðferð til að endurskapa hugmyndir um vellíðan einstaklings og vellíðan hans í samskiptum við aðra. 

Positive Performances er ráðgjafa-og markþjálfunar fyrirtæki sem sérhæfir sig í leiðtogafræðum, geðheilbrigði , vellíðan, og árangursþjálfun. Fyrirtæki okkar aðstoðar æðri menntastofnanir sem og stór fyrirtæki í að þjálfa og mennta framkvæmdastjóra, leiðtoga og teymi. Flaggskip okkar “Dafnaðu til að framkvæma” er 50 klukkustunda námskeið sem spannar yfir sex mánaða tímabil og leggur áherslu á fjölþátta vellíðan og er sambland af persónulegum námsþáttum, rafrænni kennslu og hóptímum.

Með slagorðið okkar að leiðarljósi “Dafnandi einstaklingar, framúrskarandi fagfólk, árangursrík fyrirtæki” leggjum við áherslu á jákvæða leiðtogafræði, og eflingu andlegrar heilsu.

Fræðileg og verkleg nálgun Krummu á efnið leiðir stefnu okkar fram á við. Yfirgripsmikil þekking hennar á jákvæðri sálfræði og markþjálfun hefur umbreytt sjónarhorni margra.

Við forgangsröðum: 

Frá æðri menntun til farsælla fyrirtækja.

Krumma Jónsdóttir stofnandi Positive Performances er að taka þátt í metnaðarfullu rannsóknarverkefni til að vekja athygli æðri menntastofnana, jafnt sem leiðtoga á mikilvægi andlegs jafnvægis og nýstárlegum undirbúningi fyrir leiðtoga framtíðarinnar. 

Þetta verkefni mun leiða saman tugi markþjálfa og sérfræðinga í jákvæðri sálfræði, sem, í samvinnu við nemendur og stjórnendur munu stuðla að andlegri heilsu, fjölþátta vellíðan og velfarnaðar í lífi og starfi.

 

Við hjá Positive Performances erum skuldbundin til að efla alla þá þætti sem stuðla að andlegri heilsu, fjölþátta vellíðan og velfarnaðar, ásamt árangri í lífi og starfi. Saman getum við mótað framtíð þar sem framleiðni, jákvæður árangur og geðheilsa eru mikilvægir þættir fyrir farsæla forystu. Í okkar nútímaheimi er stöðug þróun í námi og starfi þar sem lögð er áhersla á leiðtogaþróun, andlega heilsu og vellíðan. Stofnanir eru því að skoða mikilvægi þessara þátta til að innleiða og virkja jákvæða menningu á vinnustað, sérstaklega til að efla þátttöku starfsmanna og auka afköst þeirra. 

Positive Performances aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að innleiða þessa þróun. 

Við bjóðum upp á markþjálfun, handleiðslu, stjórnendamarkþjálfun, námskeið eða fyrirlestra, við erum hér fyrir þig.


Komdu í samstarf
Gott jafnvægi stuðlar að vellíðan og eykur getu og jákvæðan árangur í lífi og starfi

Krumma er mikil áhugamanneskja um fjölþátta vellíðan og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sínu sviði. 

„Hvort sem þig vantar námsefni, rafræna markþjálfun eða einstaklingssamtöl, nota ég persónulega og áhrifaríka nálgun og lofa jákvæðum árangri, skemmtilegri og eftirminnilegri samvinnu“. 

Krumma Jónsdóttir 


Contribuez à notre recherche sur l'épanouissement et le bien-être multidimensionnel ! Que vous soyez dans l'enseignement supérieur ou dans une multinationale, votre point de vue est important : cliquez ici

Tölum saman

Share by: