Krumma Jónsdóttir

Markþjálfi, handleiðari, stjórnendamarkþjálfi, lektor og fyrirlesari. 
Áhugasöm um fólk og getur þeirra til að uppgötva áður óþekkta hæfileika

Krumma er fædd og uppalin á Íslandi en flutti ung til Frakklands og hefur búið og unnið víða um Evrópu og Bandaríkin. Nú er hún búsett í París. 

Hún er með BA gráðu í hótelstjórnun og mastersgráðu í jákvæðri sálfræði og markþjálfunarsálfræði og er nú í doktorsnámi í Leiðtoga- og stefnumótandi stjórnun.

Auk þess hefur hún öðlast réttindi í Extended Disc, Mindfulness Instructor, PQ Positive Intelligence, Life Coaching, og Cognitive Behavioral Therapy Practitioner. Hún er viðurkenndur aðili sem Senior Practitioner, vottað af EMCC (European Council for Mentoring & Coaching) og hefur verið sjálfboðaliði í rannsóknum hjá EMCC síðan 2022

„Hunger for Learning, Fairness & Energy“ – „Námsþorsti, sanngirni og lífskraftur“

Krumma er með margra ára reynslu í markþjálfun og handleiðslu. 

Hún er jákvæð og bjartsýn að eðlisfari og hefur einstaka hæfileika til að leysa vandamál. 

Hún tileinkar sér nálgun jákvæðrar sálfræði á persónulegu og faglegu sviði þar sem hennar eigin styrkleikar eru nýttir til að ná sem bestum árangri. 

Hennar aðalmarkmið er að efla og styrkja liðsheild, frammistöðu, fjölþátta vellíðan og velfarnaðar fyrir persónulegan og/eða sameiginlegan vöxt

Hún mætir þörfum hvers og eins og aðstoðar markþegann við að:

  • Efla sjálfsvitund, finna markmið, gildi og styrkleika
  • Þekkja styrkleika sína til að ná bæði persónulegum og faglegum árangri
  • Nota helstu markmið til að auka vellíðan, andleg lífsgæði og velgengni í lífi og starfi


Viðskiptavinir Krummu spanna fjölbreyttan aldurshóp og starfsgreinar, allt frá nemendum til stjórnenda og forstjóra. Verkefnið, „Thrive to Perform & Perform to Thrive“ leggur áherslu á tilfinningalega greind, seiglu og jákvæðan sálfræðilegan auð (t.d. sú þróun sem einkennist af sjálfstrausti, bjartsýni og seiglu), sem leiðir til vellíðunar, velgengni og aukinnar frammistöðu


"Nýtt ævintýri"

Það er eins og ég standi á þröskuldi í mínu fjórða lífi, þar sem hin þrjú voru ekkert nema undirbúningur.

1.Alhliða vellíðan í gegnum fimleika

Pabbi skráði mig í fimleika hjá Stjörnunni í Garðabæ þegar ég var barn. Eins og flest börn hafði ég mikla orku og eftir æfingar grátbað ég fimleikaþjálfarana að leyfa mér að vera lengur því ég varð að nýta þessa orku. 

Ég náði Íslandsmeistaratitlinum einu sinni en lenti oftast í þriðja eða fjórða sæti. Ég var með mikið keppnisskap og vildi ná titlum. En mín einlæga virðing gagnvart þeim sem skinu skærast á keppnisdegi vóg þyngra en mín eigin vonbrigði að hafa ekki lent í fyrsta sæti. Ég var sérstaklega stolt að fá að tilheyra flottu teymi og var sú liðsheild bæði hvatning og stuðningur til að ná góðum árangri.

Ég helgaði líf mitt fimleikum sem entist til 22 ára aldurs. Það má með sanni segja að þessi orka, þrautseigja og þrjóska hafa nýst mér í lífi og starfi. Ég gefst ekki auðveldlega upp, er skipulögð og nákvæm, og reyni að finna allar leiðir til að leita lausna, til að bæta frammistöðu og til að ná sem bestum árangri.

Mínir andlegu og líkamlegu styrkleikar í fimleikum veittu mér jákvæða sýn og jafnvægi í lífi og starfi og þessi atriði hafa fylgt mér í gegnum lífið.

  1. Líkamleg heilsa; sjálfsagi á hollan lífstíl t.d. mataræði og svefn
  2. Agi til að kunna öll tæknileg atriði
  3. Óbilandi þrautseigja og sjálfsstjórn
  4. Mikil einbeiting og hlustun 
  5. Sterk félagsleg tengsl, slökun, stuðningur og hvatning
  6. Nákvæm og skipulögð leiðsögn frá fjölbreyttu teymi, allt frá þjálfurum, sjúkraþjálfara, stjórnenda, til byrjenda og varamanna 

Enn þann dag í dag get ég sagt að fimleikaárin voru þau bestu og mest gefandi ár lífs míns. Þau hjálpuðu mér að móta mig og minn persónuleika og hvernig ég mótaði mína sýn á lífið. En það er önnur saga ☺


2.Árið var 1995. Flaug til Frakklands og hef verið þar síðan. Ég talaði nánast enga frönsku en þrátt fyrir tungumálaörðugleika var ég fljótt komin með vinnu hjá Disney í hótelgeiranum...

Árið var 1995. Flaug til Frakklands og hef verið þar síðan. Ég talaði nánast enga frönsku en þrátt fyrir tungumálaörðugleika var ég fljótt komin með vinnu hjá Disney í hótelgeiranum.

Þetta var nýtt og spennandi og ég var ótrúlega heppin að fá að vinna með frábæru fólki. Samstarfsaðilar og stjórnendur höfðu mikinn áhuga á starfi sínu og ég var sérstaklega hrifin af þeirri ástríðu sem þau höfðu fyrir lífi og starfi. Með húmorinn að leiðarljósi, auðmýkt, ríka þjónustulund og eljusemi, sýndu þau að jákvætt hugarfar var leiðin að góðri frammistöðu og árangurs í starfi.

En þrátt fyrir frábæran vinnustað, gerði ég mér ekki strax grein fyrir umfangi starfsins, þ.e.a.s. það sem skilgreindi vinnuumhverfið var mikil vinna og lítill tími til að hugsa um sig sjálfan. 

Matur, svefn, streita, þreyta, andleg vanlíðan, hrós eða hvatning var aldrei rætt. „Vinnuþjarkurinn“ var ríkjandi og „ánægður viðskiptavinur“ var það eina sem skipti máli..

Ég vann í hótelgeiranum í rúm 20 ár. Ég hafði mikinn áhuga á mörgum sviðum innan hótelgeirans og frá árunum 1995-2016 gegndi ég 21 starfi í hinum ýmsu deildum, ásamt því að vera við stjórnvölinn. Til dæmis má nefna: móttaka, bókanir og sala, verðsstýring, markaðssetning, almannatengsl, veislur, gæðaeftirlit, þjálfun, svo fátt eitt sé nefnt

3. Mig langaði að byggja upp, semja, þjálfa, hvetja, sameina og hafa áhrif 

Árið 2011 settist ég á skólabekk og fór í mjög krefjandi en gefandi nám í hótel- og þjónusturekstri. Mig langaði að leggja meira af mörkum í hótelrekstri en eftir að hafa unnið um þónokkurn tíma á litlu hóteli, gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði hæfileika til að gera meira úr námi og starfi. 

Mitt innsæi var að beita þeim gildum og aga sem ég hafði öðlast á mínum fimleikaárum og nýta þau í starfi. „Enginn á að vera þreyttur, hvorki andlega né líkamlega!“ Þessu hugarfari vildi ég breyta í heimi þjónustureksturs.

Árið 2013 sótti ég um starf svæðisþjálfunarstjóra og þann 1.febrúar það ár hóf ég feril minn sem svæðisþjálfunarstjóri fyrir 654 hótel um alla Evrópu. Loksins gat ég hrópað hátt og skýrt „Hættum að slökkva elda, byrjum að undirbúa!“

Á mínum árum sem svæðisþjálfunarstjóri urðu nokkrar breytingar innan geirans. 

Mig langaði ekki að hætta, en á sama tíma vildi ég gera meira. Ég vildi hafa áhrif, taka þátt, vera hluti af teymi og hlúa að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu

4. Ferðalag út í hið óþekkta

Mér bauðst tækifæri til að taka þátt í mjög áhrifaríku verkefni sem var einmitt hluti af minni framtíðarsýn. 

Ég sagði starfi mínu lausu og gekk til liðs við Ferrières háskólann. Ég var orðin þreytt á að búa í ferðatösku og áttaði mig á því að ég þyrfti að gera meira á þessu óvænta ferðalagi mínu í gegnum lífið. 

Þetta var upphaf að 7 ára skólaferli, umkringd fólki sem urðu vinir mínir og fjölskylda. Með sterka liðsheild og undir leiðsögn skólastjórans, byggðum við upp skóla sem sérhæfir sig í að undirbúa nemendur til að ná árangri og velgengni bæði í lífi og starfi. 

Samnemendur og stjórnendur treystu mér fyrir því að þróa jákvæða menntaheimspeki sem miðar að því að þjálfa framtíðarleiðtoga og hvernig skal innleiða og virkja fjölþátta vellíðan. Samhliða þessu fór ég í mastersnám í jákvæðri sálfræði og markþjálfun og lauk því námi árið 2019. 

Með fyrri reynslu og gott innsæi í námi og starfi get ég byggt mína vinnu frá traustum og vísindalegum grunni

„Hvert brot af ferðalagi mínu hefur fundið sinn sess í lífi mínu og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og í senn undirbýr það mig fyrir næsta áfanga.“

Eftir Krumma Jonsdottir 17. nóvember 2024
Adapt, Lead, or Lose Yourself: The DiSC Leadership Dilemma
Eftir Krumma Jonsdottir 10. október 2024
HEROIC – Reach The Success You Deserve Without Loosing Your Mind & Your Health You have all the qualities to be the H.E.R.O.I.C and take charge of your life and your career! Together, let's set the conditions for your heroic journey and put into practice the formula for success and fulfillment. H: Hope E: Efficacy R: Resilience O: Optimism I: Impact C: Courage Heroes embody hope, believe in their abilities, demonstrate resilience, maintain optimism about the future, make an impact on their world, and possess courage. In just 90-minutes I can help you shift your mind and start to embrace the learning of everyday adversity and switch your perception of uncertainty.
Eftir Krumma Jonsdottir 20. ágúst 2024
Everything we do is ment to get us closer to HAPPINESS!

Contribuez à notre recherche sur l'épanouissement et le bien-être multidimensionnel ! Que vous soyez dans l'enseignement supérieur ou dans une multinationale, votre point de vue est important : cliquez ici

"I never lose, either I Win or I Learn"

- Nelson Mandela -


Share by: