Dafnandi einstaklingar

Framúrskarandi fagfólk

Árangursrík fyrirtæki

Markþjálfun, handleiðsla, þjálfun og námskeið

Smelltu hér til að sjá öll námskeiðin okkar.

Dafnandi einstaklingar og framúrskarandi fagfólk er það sem mun skipta máli til framtíðar – hvort sem er í einkalífi eða á fyrirtækjasviði.

Við erum þínir sérfræðingar í leiðtoga-og teymisþróun, markþjálfun og handleiðslu. Þökk sé yfirgripsmiklum námskeiðum og sérsniðnum lausnum getur hver og einn náð þeim markmiðum sem hann setur sér, sérstaklega ef takmarkið er að nálgast staðfestu. Ekkert er ómögulegt, lykillinn er að velja réttu leiðina sem hentar þér, engin ein aðferð virkar á allt og alla. Tölum saman, metum stöðuna og sjáum hvort við getum unnið saman.

Hlaðvarp með Brainz

Í þessum þætti förum við yfir eftirfarandi atriði:

  1. Hvernig á að efla sjálfsvitund og sjálfskoðun.
  2. Hvernig er hægt að vera MEIRA með þvi að gera minna.
  3. Skilja hvernig tilfinningarnar stjórna hegðun okkar.
  4. Mikilvægi þess að breyta gleðinni í tilgang.


Takk fyrir að deila endurgjöfinni / Ummæli 

Markþjálfun

  • „Ég naut þeirra forréttinda að fá Krummu Jónsdóttur sem stjórnendamarkþjálfa og var það gífurlega gagnlegt fyrir mig.

    Hæfni hennar og geta til að spyrja réttu spurninganna, fékk mig til að sjá og skoða starfsferilinn frá nýju sjónarhorni og styrkja um leið leiðtogahæfileika mína. Undir hennar leiðsögn gat ég skilgreint betur fagleg markmið mín, komið auga á hindranir sem héldu aftur að mér og þróað árangursríkar aðferðir til að yfirstíga þessar hindranir. Það er Krummu að þakka að sjálfstraust mitt hefur aukist, ég hef bætt samskiptahæfileika mína og styrkt sjálfan mig sem leiðtogi. Ég mæli eindregið með Krummu Jónsdóttur sem stjórnendamarkþjálfa fyrir alla þá sem vilja ná frekari árangri í starfi.“

David, VP Commercial, Great Britain

Markþjálfun / Leiðtogaþjálfun

  • „Ég er gífurlega ánægð með þann árangur sem náðist. Þjálfunin var sniðin að því að mæta þörfum atvinnugreinar okkar, og Krumma aðlagaði nálgun sína að þeim sérstöku áskorunum sem við búum við.

    Þökk sé þessari þjálfun hafa stjórnendur okkar náð einstakri þjálfunarhæfni, sem hefur haft mikil áhrif á frammistöðu og samheldni teymisins. Þeir hafa lært að spyrja réttu spurninganna, lært virka hlustun og hvernig á að gefa starfsfólki sínu svigrúm til að skara fram úr. Þjálfunin styrkti hæfileika þeirra til að ráða við erfiðar aðstæður og þróa jákvætt vinnuumhverfi. Ég mæli eindregið með leiðtogamarkþjálfun Krummu Jónsdóttur við alla í þjónustugeiranum sem leita eftir því að þróa og styrkja leiðtogahæfni teymisins.“

Eléonore P, RH France

Fyrirlestur um geðheilbrigði á vinnustað

  • „Krumma hélt fyrirlestur um geðheilbrigði á vinnustað, og má með sanni segja að efnið hafi verið umhugsunarvert og sérstaklega áhugavert.

    Hún lagði áherslur á mikilvægi geðheilbrigðis á vinnustað og studdi rökfærslur sínar með tölfræði og raundæmum. Erindi hennar var mjög fræðandi og hvetjandi, og hjálpaði það teymi okkar að skilja mikilvægi þess að efla og styrkja geðheilbrigði á vinnustað. Krumma kom með hagnýtar lausnir sem okkur tókst að hrinda strax í framkvæmd. Þetta er ákveðin vitundarvakning sem á svo sannarlega heima á öllum vinnustöðum.“


Achlem, gæðastjóri Turguie

Námskeið um vellíðan

  • "Námskeið um vellíðan hjá Ferrières skólanum

    „Jákvæð menntun fyrir betra líf! Þetta námskeið beinir nemendum okkar í átt sjálfbærar hamingju, fjarri skammvinnri ánægju neysluhyggjunnar, með því að sameina hugmyndir taugavísinda við efnahagslegan og félagslegan veruleika. Hér eflum við sjálfstraust nemenda okkar með fræðandi efni og leiðum þau áfram til að takast á við áskoranir í nútímaheimi. Sem framsýnn skóli erum við mjög stolt að vera leiðandi á okkar sviði og lofum að námskeið okkar um vellíðan stuðli að vellíðan fyrir alla!“


Jean Luc F. aðstoðarskólastjóri,Private Higher School, Frakkland

Contribuez à notre recherche sur l'épanouissement et le bien-être multidimensionnel ! Que vous soyez dans l'enseignement supérieur ou dans une multinationale, votre point de vue est important : cliquez ici

Hver eru þín markmið

Share by: